Reynsla og upplifun ungs fólks á Íslandi af einelti sem einkennist af kynþátta- og menningarfordómum
Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn sem byggir á samtölum við ungt fólk á aldrinum 15 – 25 ára sem hefur reynslu og upplifun af einelti þar sem kynþátta- og menningarfordómar koma við sögu. Markmiðið með rannsókninni er að bera kennsl á birtingarmyndir, tíðni og mögulegar afleiðingar eineltis sem byggir á kynþáttahyggju og/eða fordómum gagnvart þjóðernisuppruna, menningu og/eða trúarbrögðum.
Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er mikilvæg viðbót við rannsóknir á fordómum, jaðarsetningu og einelti. Með rannsókninni er sköpuð ný þekking á sviði eineltisfræða sem hægt er að nýta til frekari þekkingaröflunar og rannsókna og móta og þróa verklag og verkfæri fyrir forvarnir og inngrip í slíkt einelti á vettvangi skóla- og frítímastarfs í þeim tilgangi að sporna gegn því og valdefla fagfólk til þess að grípa inn í slík mál.
Til þess að hægt sé að ná tilgangi og markmiði rannsóknarinnar er mikilvægt að kalla fram reynslu og upplifun ungs fólks af slíku einelti og viðbrögðum við því.
Óskað er eftir viðmælendum á aldrinum 15 - 25 ára sem hafa upplifað kynþátta og/eða menningarfordóma og einelti sem einkennist af því.
Í viðtalinu verður spurt um reynslu og upplifun þátttakenda af einelti sem einkennist af kynþátta- og menningarfordómum. Á meðal þess sem spurt verður um eru birtingarmyndir slíks eineltis, afleiðingarnar sem það hefur og viðbrögð fullorðinna við því sem átti sér stað. Þátttakendur fá tækifæri til þess að koma með tillögur að forvörnum og inngripi í slík mál á vettvangi skóla- og frítímastarfs.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í rannsókninni eða fá frekari upplýsingar, hafðu þá samband við ábyrgðarðaila og rannsakanda, Semu Erlu Serdaroglu, á netfangið sema@hi.is.
Unnið er samkvæmt vísindasiðareglum við rannsóknina sem hefur verið yfirfarin af Siðanefnd háskólanna um vísindarannsóknir.
Unnið er út frá þeirri skilgreiningu á einelti að um sé að ræða neikvæða, ótilhlýðilega og ámælisverða háttsemi, þ.e. athöfn, atvik eða hegðun, oft endurtekin, sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og hefur margþætt neikvæð áhrif og veldur vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Einnig að einelti felur í sér valdaójafnvægi og misbeitingu á valdi.
Vaxandi útlendingaandúð, kynþáttahyggja, menningarfordómar og íslamófóbía víða um heim hefur orðið til þess að fræðasamfélagið hefur í auknu mæli lagt áherslu á rannsóknir á einelti sem einkennist af kynþátta- og menningarfordómum (e. racial bullying/bias-based bullying).
Slíkt einelti einkennist af fordómum vegna (raunverulegs eða skynjaðs) kynþáttar, þjóðernisuppruna, menningar og/eða trúarbragða þolenda og andúð gerenda á félagslegri stöðu þeirra sem einstaklingar með erlendan eða blandaðan bakgrunn, innflytjendur og/eða fólk með flóttabakgrunn. Slíkt einelti í garð innflytjenda, flóttafólks eða fólks með erlendan eða blandaðan bakgrunn byggir á valdaójafnvægi og beinist að þjóðfélagslegri stöðu þolenda sem tilheyra minnihlutahópi.
Eineltið getur verið líkamlegt, munnlegt og/eða rafrænt og það getur verið félagslegt. Það getur til dæmis birst sem ítrekuð stríðni, útskúfun, áreiti, ofbeldi eða önnur niðurbrjótandi og meiðandi hegðun og til dæmis falið í sér níð, uppnefni, hæðni og niðurlægjandi athugasemdir sem beinst að húðlit viðkomandi og/eða útliti, þjóðerni, tungumáli, hreim, trúarlegum- og/eða menningarlegum hefðum, venjum eða táknum og fatnaði.
Einelti í garð barna og unglinga sem tilheyra minnihlutahópum og er drifið áfram af kynþátta- og menningarfordómum er sérstakt áhyggjuefni vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem slíkt einelti getur haft í för með sér, sérstaklega vegna þeirrar þróunar og mótunar sem á sér stað á unglingsárunum, meðal annars á sjálfsmynd, sem oft er mótuð út frá uppruna, menningu og samfélagi. Þar að auki sýna rannsóknir fram á að slíkt einelti getur meðal annars haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu og er til þess fallið að ýta undir félagslega einangrun, einmannaleika, jaðarsetningu og jafnvel samfélagslega skautun.
Rannsóknir benda í auknum mæli til þess að ungt fólk á skólaaldri sem tilheyrir minnihlutahópum séu þolendur eineltis sem byggir á kynþáttahyggju og/eða menningarfordómum. Þá benda rannsóknir til þess að kennarar og annað starfsfólk í skóla- og frítímastarfi eru ekki alltaf í stakk búið til þess að takast á við slíkt einelti. Þessi rannsókn er tilraun til þess að bæta úr því í íslensku samfélagi.
This research is qualitative research based on interviews with young people aged 15 – 25 who have experienced ethnic and/or racial bullying. The aim of the research is to identify the manifestations and possible consequences of bullying based on racism and/or prejudices towards ethnic origin, culture and/or religion.
The research is the first of its kind in Iceland and is an important addition to research on prejudice, marginalisation and bullying. The study creates new knowledge in the field of bullying studies that can be used for further creation of knowledge and to develop tools for prevention and intervention measures in both school and leisure settings with the goal to empower people that work in the field to intervene when such bullying arises amongst young people.
To achieve the purpose of the study, it is important to bring forward the experience of young people of ethnic and racial bullying in Iceland.
I am therefore looking to have conversations with young people aged 15 - 25 who have experienced ethnic or racial bullying in Iceland.
In the interview I will ask about the experience of the participant. Among the questions that will be asked are about the manifestations of such bullying, the consequences of it and the reactions of adults to what happened. Participants will have the opportunity to make suggestions for prevention and intervention measure for ethnic and racial bullying in the school and leisure settings.
If you are interested in participating in the research or you want more information about it, please contact the person responsible for the reseach, Sema Erla Serdaroglu, via email, sema@hi.is or phone, 8228904.
The research is conducted in accordance with scientific ethics and has been reviewed by the Icelandic University Ethics Committee for Scientific Research.
In this research we work with the definition of bullying being a negative, inappropriate and negative conduct, often repeated, that can be an act, incident or behaviour, that is intended to humiliate, belittle, insult, hurt, discriminate or threaten a person and has multiple negative effects on the victim and causes distress for those targeted. In a bullying setting there is an imbalance of power, and it can involve abuse of power.
Growing xenophobia, racism, cultural prejudice and Islamophobia in many parts of the world has led the academic community to focus its research more on bullying that is characterised by racial and cultural prejudice (bias-based bullying).
Such bullying is characterised by prejudice based on the (real or perceived) race, ethnic origin, culture and/or religion of the victims and the perpetrators’ hostility towards their status in society as individuals of foreign or mixed background, immigrants and/or people with a refugee background. Such bullying towards immigrants, refugees and/or people of foreign or mixed background is based on an imbalance of power and involves the status of the victims as belonging to a minority group.
Such bullying can be physical, verbal and/or electronic and it can be social. It can manifest itself as repeated teasing, exclusion, harassment, violence or other destructive and hurtful behaviour and can include, for example, insults, name-calling, mockery and derogatory comments directed at the person's skin colour and/or appearance, ethnicity, language, accent, religious and/or cultural traditions, symbols and clothing.
Bullying of children and young people belonging to minority groups, driven by racial, ethnic and cultural prejudices, is of particular concern due to the serious consequences that such bullying can have, especially given the development that occurs during adolescence, including a developing identity and self-concept, which is often shaped by origin, culture and society. In addition, research shows that such bullying can, among other things, affect physical and mental health and is likely to promote social isolation, loneliness, marginalisation and polarisation.
According to research there is a growth in bullying based on racial, ethnic and cultural prejudice among young people of school age who belong to minority groups. Research also indicates that teachers and other people working in school and after-school activities are not always equipped to deal with such bullying. This study is an attempt to improve that in the Icelandic society.


